Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.2001, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.2001, Blaðsíða 26
30 FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2001 Tilvera George Harrison þungt haldinn Bítillinn George Harrison liggur nú þungt haldinn á sjúkrahúsi í New York eftir að hafa gengist undir erfiða krabbameinsaðgerð fyrr í vikunni. Hann gengst nú undir eftirmeðferð sem byggist á nýrri tækni sem verið er að þróa. Harrison, sem áður var mikill reyk- ingamaður, greindist fyrst með krabbamein í hálsi árið 1997, þá ný- hættur að reykja og gekkst þá undir meðferð á sjúkrahúsi i Sviss. í maí sl. greindist hann svo með æxli í lungum og var það fjarlægt með skurðaðgerð. Harrison hefur orðið fyrir fleiri áfóll- um því í desember árið 1999 varð hann fyrir árás geðveiks aðdáanda sem stakk hann tiu stungusárum á heimili hans í New York. Dahl líkar glampinn Glæsipían Sopnie Danl, sem þekktari er fyrir sýningarstörf en leiklist, er nýjasta nafnið í kapp- hlaupinu um hlutverk næstu Bond- gellu að sögn breskra blaða. Dahl, sem þessa dagana leikur í leikritinu The Vagina Monologues á West End, er æst í aö komast í kvik- myndirnar og telur eins og þær Kelly Brook og Anna Kournikova, sem einnig hafa verið nefndar, að hlutverkið gæti fleytt henni inn á rétta braut. Þessi 24 ára gamla ljóska segist mjög hrifin af Pierce Brosnan. „Ég hef hitt hann og hann er mjög ljúfur og ákaflega fyndinn. Það er glampi í augunum á honum og mér líkar vel við karlmenn með glampa." Eins gott að núverandi kærasti komist ekki að því, en hann er enginn annar en Mick Jagger. Erfitt hlutverk Titanic-stjaman Leonardo DiCaprio er þekktur fyrir að vera vandlátur þeg- ar kemur að hlutverkavali og er þá gjarnan óhræddur við að taka að sér krefjandi verkefni. Það litur út fyrir að næsta hlutverk kappans sé einmitt í þeim dúr, því það er aðalhlutverkið í myndinni Johnny Eck, sem fjallar um fatlaðan leikara sem fæddist fótalaus og gekk um á höndunum. Hlutverkinu er líkt við hlutverk Tom Hanks í Forrest Gump, en DiCaprio mun einnig fara með hlutverk eineggja bróður Johnnys, sem gerist umboðsmaður hans. Þetta er átakanleg ástarsaga tveggja bræðra, þar sem sá sem virðist heilbrigður er sá sem hefur við næg vandamál að stríða. Eftir endurbætur Þegar komið er inn í húsið sést greinilega aö haldið hefur verið í upprunaleg- an stíl og húsið gert upp á smekklegan hátt. Horft yfir salinn Þeir eru ófáir sem nú eru komniryfir miðjan aldur sem tóku sporið á þessu dansgólfi. Nýr skemmtistaður á gömlum grunni: Höldum upprunalegu út- liti þrátt fyrir endurbætur - segir Garðar Kjartansson, eigandi Nasa við Austurvöll í kvöld verður skemmtistað- urinn Nasa opnaður formlega í gamla Sjálfstæðishúsinu við Austurvöll sem margir þekkja sem gamla Sigtún eða Bláu stjörnuna. Það eru Garöar Kjartansson, Ingibjörg Örlygs- dóttir og Þormóður Jónsson sem eiga og reka staðinn. Að sögn Garðars er Nasa í tveimur húsum. Fremra húsið var byggt 1895 af Páli og Þóru Melsteð og var fyrsti kvenna- skólinn á íslandi. Geir Hall- grímsson, fyrrverandi borgar- stjóri og forsætisráðherra, fæddist í húsinu en foreldrar hans bjuggu í því um tima. Aft- an við gamla húsið var síðan byggt samkomuhús og fyrsta Sjálfstæðishúsið og þar voru skrifstofur Sjálfstæðisflokksins frá 1941- 1968. Margir eiga skemmtilegar minningar af dansleikjum i húsinu. Haraldur Ámason og fleiri leikarar skemmtu í reví- um Bláu stjörnunnar og þar voru einnig haldnar kvik- myndasýningar. Upprunalegur stíll Sigmar Pétursson sem kenndur var við Sigtún rak samnefnt veit- ingahús í gamla Sjálfstæðishúsinu fram yfir 1970 eða þar til hann flutti upp á Suðurlandsbraut. Eftir það tók Síminn við húsinu og notaði sem mötuneyti í þrjátíu ár. Þegar komið er inn í húsið sést greinilega að haldið hefur verið í upprunalegan stíl og húsið gert upp á smekklegan hátt. Garðar segir að hann og konan hans hafi veriö að leita að hentugu húsnæði í tvö ár og gripið tækifær- ið þegar þetta hús bauðst. „Við erum búin að vera í fjörutíu og fimm daga að gera klárt og ætlum að opna í kvöld.“ Nýir elgendur Garðar Kjartansson og Ingibjörg Orlygsdóttir, tveir af þremur eigendum Nasa. Slökkt á Kinks Þegar Garðar er spurður um rekst- urinn sem var í húsinu segist hann kunna nokkrar skemmti- sögur. „Sigmar var til dæmis þekktur fyrir að standa við raf- magnsrofann og taka rafmagnið af á slaginu eitt. Þeg- ar Kinks voru með tónleika á sínum tíma komu þeir hingað til að skemmta sér og tóku lagið. Sigmar stóð við rof- ann eins og vanalega og slökkti á þeim á slaginu rétt eins og íslensku hljómsveitunum og um tíma var Lási Gömul plaköt Meðan á endurbótum stóð fundust gömul plaköt frá Sjálfstæðisflokknum. kokkur klósettvörð- ur og seldi smokka undir borðið.“ Garðar segir að margir hafi litið inn á meðan verið var að laga húsið. „Þeir hafa gengið um og rifjað upp gamlar minningar og bent á borðin þar sem þeir sátu oftast. Mér finnst reyndar margir benda á sama borðið og kalla það boröið sitt, þetta er besta borðið á staðnum og menn muna ef til vill best eftir því. Menn spyrja lika mikið um glerið sem aðskildi borðin frá dans- gólfinu og ég get sagt öllum það hér og nú að þau eru á sínum stað. Þetta eru hrein listaverk og við létum pússa þau upp. Við varðveittum líka ljósin á sviðinu og settum upp ný og fullkom- in ljós í loftið þannig að þetta verður mjög glæsilegt." Diskótek og ilfandi tónllst „Við ætlum að vera með diskótek um helgar og lifandi tónlist á fimmtu- dögum. Sviðið veitir okkur marga möguleika og i framtíðinni ætlum við að standa fyrir leiksýningum og alls konar uppákomum, barnaskemmtun- um, jólaböllum og útgáfutónleikum." Garðar segir að nafnið á staðnum, Nasa, eigi að höfða til tímabilsins í kringum 1970 og stemningarinnar á þeim tíma. „Hugmyndin er að stíllinn sé sá sami og þá. Við höfum reynt að halda sem upprunalegustu útliti í hús- inu þrátt fyrir miklar endurbætur. Á meðan á lagfæringunum stóð fundum við eitt og annað skemmtilegt sem tilheyrir gamalli tíð. Við fundum til dæmis gamla brennivínsflösku inni í vegg og hún er verðmerkt á fjörutíu og niu krónrn*. Einnig fannst gamalt ávísanahefti og kauptaxti fyrir starfsfólk á veitingahúsum þar sem launin eru sjö krónur og fjörutíu aur- ar á tímann og uppi á lofti fundum við svo gömul plaköt frá Sjálfstæðis- ílokknum." Opnað með pomp og prakt í kvöld ætlar Skífan að standa fyrir boði frá hálfsjö til níu í tilefni af tutt- ugu og fimm ára afmæli fyrirtækis- ins. Ýmsir landsþekktir skemmti- kraftar koma fram og má þar helsta nefna Stuðmenn, Diddú, Björgvin Halldórsson, Sálina og Svölu. „í fram- haldi af því ætlum við að opna stað- inn með pomp og prakt og ég veit að það á eftir að verða mikið fjör. Ég skemmti mér sjálfur hér í gamla daga og þá mætti maður á háhæluðum bítlaskóm, með leðurbindi og sítt hár. Þetta var vinsælasti staðurinn í bæn- um og verður það aftur." -Kip Gamli barlnn Innréttingarnar í gamla Sjálfstæðishúsinu voru mjög glæsilegar eins og sjá má á þessari mynd frá árinu 1962. Glerlö á sínum staö Margir muna eftirglerinu sem aðskildi borðin frá dansgólfinu. Þau þóttu mikil prýði og nýju eigend- urnir létu pússa þau upp og koma þeim fyrir á sín- um stað. Anddyriö Garðar segir að nafnið á staðnum, Nasa, eigi aö höföa til tímabilsins í kringum 1970 og stemningar- innar á þeim tíma. „Hugmyndin er að stíllinn sé sá sami og þá. Við höfum reynt að halda sem uppruna- legustu útliti í húsinu þrátt fyrir miklar endurbætur. “

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.